Víkurá rennur um Víkurdal og fellur til sjávar við bæinn Guðlaugsvík. Áin er 14 km að lengd og vatnasvið 57 ferkm. Víkurá er viðkvæm og því hefur veiðiálagi verið haldið í skefjum; aðeins veiddir 2 dagar í senn og svo hvílt í 2 daga. Leyfðar eru tvær stangir og er veiðitímabílið frá byrjun júlí og til 17. september. Veitt er hvortveggja á flugu og maðk. Auk laxins er líka einhver bleikjuveiði í ánni. Veiðikofi er við ána og er í honum svefnpláss fyrir sex manns. Hann er hitaður upp með gasi. Áin er leigð nokkrum einstaklingum sem nýta veiðina sjálfir og selja ekki veiðileyfi til annara.