Um er að ræða fornfrægt stórlaxasvæði, þó ekki veiðist þar margir laxar árlega. Um er að ræða austurbakka Laxár, á milli Nesveiða- og Laxamýrarsvæðana. Árbót er einna þekktust í dag fyrir góða urriðaveiði en hvert sumar koma þar á land nokkrir laxar sem geta verið í “yfirvigtarflokki”. Þetta er frábær möguleiki fyrir fjölskyldur eða lítinn vinahóp. Fylgt getur skemmtilegt veiðihús sem þó þarf að bóka sérstaklega.