Laxá – Árbót

Norðausturland
Eigandi myndar: fluguveidi.is
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

4 stangir
Stop

Kvóti

4 fiskar á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

22050 kr. – 55300 kr.

Tegundir

Veiðin

Um er að ræða fornfrægt stórlaxasvæði, þó ekki veiðist þar margir laxar árlega. Um er að ræða austurbakka Laxár, á milli Nesveiða- og Laxamýrarsvæðana. Árbót er einna þekktust í dag fyrir góða urriðaveiði en hvert sumar koma þar á land nokkrir laxar sem geta verið í “yfirvigtarflokki”. Þetta er frábær möguleiki fyrir fjölskyldur eða lítinn vinahóp. Fylgt getur skemmtilegt veiðihús sem þó þarf að bóka sérstaklega.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihúsið Vörðuholt er hægt að bóka sérstaklega. Það er rúmgott, með þremur tveggja manna herbergjum. Í því er góð stofa með arni og vel búið eldhús. Á verönd eru útihúsgögn og gasgrill. Veiðimenn fá húsið afhent kl. 15:00 og þurfa að skila því af sér fyrir kl: 13:00 á brottfarardegi.

Veiðireglur

Veiðimenn sjá sjálfir um að skipta svæðinu sín á milli

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið nær frá Bæjarklöpp að neðanverðu og upp að girðingarenda ofan Höskuldarvíkur

Arbot_Tjorn_yfirlit

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Húsavík: 18 km, Akureyri: 76 km, Egilsstaðir: 203 km og Reykjavík: 465 km

Áhugaverðir staðir

Goðafoss: 42 km, Mývatn: 40 km, Ásbyrgi: 80 km, Hljóðaklettar: 90  og Dettifoss: 107 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Laxá – Árbót

Engin nýleg veiði er á Laxá – Árbót!

Shopping Basket