Bjarnarfjarðará er sjóbleikjuá í Bjarnarfirði á Ströndum um 25 km akstur frá Hólmavík. Vatnasvæði árinnar er mjög fallegt og býður upp á fjölbreytt veiðisvæði. Áin er þekkt sem góð sjóbleikjuá og geta menn vænst að lenda í góðri sjóbleikjuveiði þegar líður á sumarið og sjóbleikjugöngur byrja að krafti. Einnig veiðast hvert sumar nokkrir laxar í ánni. Efsti veiðistaður í Bjarnarfjarðará er Berghylur en í Goðdalsá sem rennur í ána ofan hans eru 2 stangir og eru þær seldar sér.