Bjarnarfjarðará

Vestfirðir
Eigandi myndar: Ragna Ó. Guðmundsdóttir
Calendar

Veiðitímabil

20 júní – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

4 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

20000 kr. – 20000 kr.

Tegundir

Veiðin

Bjarnarfjarðará er sjóbleikjuá í Bjarnarfirði á Ströndum um 25 km akstur frá Hólmavík. Vatnasvæði árinnar er mjög fallegt og býður upp á fjölbreytt veiðisvæði. Áin er þekkt sem góð sjóbleikjuá og geta menn vænst að lenda í góðri sjóbleikjuveiði þegar líður á sumarið og sjóbleikjugöngur byrja að krafti. Einnig veiðast hvert sumar nokkrir laxar í ánni. Efsti veiðistaður í Bjarnarfjarðará er Berghylur en í Goðdalsá sem rennur í ána ofan hans eru 2 stangir og eru þær seldar sér.

Gisting & aðstaða

Hótel

Hótel Laugarhóll s: 451-3380 / www.laugarholl.is

Gistihús

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið nær frá ósi upp að ármótum Goðdalsár og Sunndalsár, er um 7 km og með 25 merktum veiðistöðum. Í boði eru 2 stangir í Goðdalsá og eru þær seldar sér.

Kort af ánni

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Hólmavík: 35 km /  Reykjavík: um 300 km

Áhugaverðir staðir

Veiðileyfi og upplýsingar

Veiditorg.is (sala hefst fljótlega)

Veiðidögum hefur verið skipt niður á jarðir við ána og ábúendur ráðstafa þeim að vild. Sumir þeirra selja veiðileyfin áfram en aðrir nýta leyfin sjálfir. Af leyfinu fást 5000 kr endurgreiddar við skil að veiðiskýrslu.

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Vestfirðir

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Bjarnarfjarðará

Engin nýleg veiði er á Bjarnarfjarðará!

Shopping Basket