Flugurnar líta út eins og jólaskraut

Þetta var fín ferð í Veiðivötn lentum meðal annars í bingói í Litlasjó og ég tók 11 fiska á fluguna og pabbi  tók 5″ sagði Birgir Örn Pálmason sem hefur verið í Veiðivötnum ásamt fleirum.  En veðurfarið var gott og í fyrradag var 26 stiga hiti á svæðinu.

,,Fékk flottan fisk í Hraunsvötnum en hann  var 7 pund.  Ég er búinn að fara í Veiðivötn síðan ég var smá polli og alltaf jafn gaman. Sá stóri í Haunsvötnum tók  Black Ghost og svo höfum við verið að fá á Nobblera í öllum litlum. Og Ölduna líka, en svona flugur líta út eins og jólaskraut. Þetta er bara gaman, erum komnir með rétt yfir 30 fiska“ sagði  Birgir Örn enn fremur.

Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira

Veiðivötn