Veiðivötn

Suðurland
Calendar

Veiðitímabil

18 júní – 20 ágúst

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

100 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

13000 kr. – 15000 kr.

Tegundir

Veiðin

Óhætt er að segja að Veiðivötn séu ein rómuðustu, gjöfulustu og frægustu veiðivötn landsins. Um er að ræða vatnaklasa í Landmannaafrétti sem samanstendur af allt að 50 vötnum. Um er að ræða bæði lítil og stór vötn sem eru í um 570 ~ 590 metrum yfir sjávarmáli. Flestir telja Veiðivötn og veiðivatnasvæðið eitt það fallegasta á landinu. Stærstu vötnin eru Litlisjór, Grænavatn, Ónýtavatn og Snjóölduvatn. Litlisjór er langstærstur eða um 9,2 km², Grænavatn 3,3 km² og Snjóölduvatn 1,6 km². Þessi vötn eru ekki gígvötn og urðu til fyrir 1480.

Í Veiðivötnum er mikið af gríðarvænum og öflugum urriða af ísaldarstofni, þ.e. sjóbirtingi sem lokaðist inni við lok síðustu ísaldar. Einnig er mikið af bleikju, bæði lítilli og stórri. Þar sem þetta er eitt vinsælasta og eftirsóttasta veiðisvæði landsins, seljast veiðileyfi yfirleitt upp á skömmum tíma.

Gisting & aðstaða

Gistihús

Allmargir gistimöguleikar eru í boði; veidivotn.is/gisting 

Tjaldstæði

Tjaldstæði, tjaldvagn og húsbílar; veidivotn.is/gisting 

Veiðireglur

Veiðiverðir vilja biðja þá sem koma seint í hús að fara hljóðlega og sýna öðrum tillitssemi. Allt skal komið í ró kl. 01:00 eftir miðnætti. Ekki er selt eldsneyti í Veiðivötnum. Næsta verslun, veitingasala og eldsneytissala er í Hrauneyjum. Veiðimenn eru hvattir til að ganga varlega um viðkvæma hálendisnáttúruna í Veiðivötnum og virða varp fugla. Minnt er á að allur akstur utan merktra slóða er bannaður. Hundafólki er bent á að passa vel uppá hunda sína á svæðinu. Hafa ber hundana ávallt tjóðraða á svæðinu.

Ekki er aðstaða til að hlaða rafbíla í Veiðivötnum. Sull í ám og fínn sandur er ekki talið fara vel í rafbíla.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðileyfi og upplýsingar

Veiðivötn s: 864-9205, netfang: [email protected]

Fastir viðskiptavinir ganga fyrir. Laus veiðileyfi eða gistipláss fara á vefinn um miðjan mars og í almenna sölu í byrjun apríl

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðurland

Fréttir af veiði Veiðivötn

Flott byrjun í Veiðivötnum

„Já byrjunin í Veiðivötnum var flott og góð veiði hjá flestum veiðimönnum, góðir fiskar,“ sagði Jón Ingi Kristjánsson, sem var að opna Veiðivötn en Jón hefur veitt þar síðan 1973.

Lesa meira »

Silungsveiðin er skemmtileg

„Jú maður fer að veiða eins mikið og maður kemst yfir á hverju sumri, mest í silungsveiði, hún er svo skemmtileg,“ sagði Sigurður Reynisson veiðimaður, þegar við heyrðum í honum

Lesa meira »

Veiðivötn gefið yfir 18 þúsund fiska

„Við skruppum  aðeins um daginn og fengum nokkra fiska, Stóra Fossvatn var að gefa okkur fína veiði,“ sagði Pálmi Gunnarsson sem var í Veiðivötnum fyrir skömmu, en góð veiði hefur verið í Veiðivötnum

Lesa meira »

Þetta var flottur túr

„Já það gekk vel í Veiðivötnum og þetta var fín veiði hjá okkur,“ sagði Jón Ingi Kristjánsson, sem þykir fátt skemmtilegra en að veiða í Veiðivötnum og var þar fyrir skömmu.

Lesa meira »
Shopping Basket