Veiðivötn gefið yfir 18 þúsund fiska

„Við skruppum  aðeins um daginn og fengum nokkra fiska, Stóra Fossvatn var að gefa okkur fína veiði,“ sagði Pálmi Gunnarsson sem var í Veiðivötnum fyrir skömmu, en góð veiði hefur verið í Veiðivötnum í sumar og mörgum gengið vel í veiðinni.

Litlisjór hefur gefið lang flesta fiskana eða 3696 fiska, síðan Snjóölduvatn með 2971 fiska, Ónýtavatn með 1600 fiska, þá Hraunvötn með 1600 fiska og Nýjavatn með 1543 fiska, svo eitthvað nefnt úr aflatölum af svæðinu. 

Það hafa margir komið í Veiðivötn í sumar sem endranær, koma ár eftir ár og sumir nokkrum sinnum á ári.

Myndir PálmiI/Gabríel Pálmi Heimisson 8 ára með fisk líka úr Stóra Fossvatni 

Veiðar · Lesa meira

Veiðivötn