Þetta var flottur túr

„Já það gekk vel í Veiðivötnum og þetta var fín veiði hjá okkur,“ sagði Jón Ingi Kristjánsson, sem þykir fátt skemmtilegra en að veiða í Veiðivötnum og var þar fyrir skömmu. En Veiðivötn hafa gefið yfir ellefu þúsund fiska núna og það á eftir að bætast við.

Við skulum aðeins kíkja á veiðina og hvaða vötn hafa gefið best; Snjóölduvatn hefur gefið best 2300 fiska, síðan kemur Litlisjór næst með 2200 fiska og svo Nýjavatn og Hraunvötn með svipað magn eða í kringum 1000 fiska.

Margir hafa fengið fína veiði í sumar á svæðinu og væna fiska.

Mynd: Jón Ingi Kristjánsson með flottann urriða úr Veiðivötnum fyrir skömmu.

Veiðar · Lesa meira

Veiðivötn