LÍF OG FJÖR Í ÞVERÁ!

Ágætur gangur er í Þverá í Haukadal og það hefur sést slatti af tveggja ára löxum.

Þorgils Helgason og Ólafur Finnbogason eru núna staddir í Þverá og sendu okkur línu. Það er einn kominn á land og annar misstur en á myndskeiðunum sem þeir sendu okkur má sjá torfu af laxi í litlum hyl.

Þorgils landaði þessari fallegu hrygnu sem lét heldur betur fyrir sér hafa, hún mældist 82cm og tók litla Black and blue longtail.

Frétt frá SVFR

Þverá í Vatnsþverdal