Þverá í Vatnsþverdal

Vesturland
Eigandi myndar: SVFR
Calendar

Veiðitímabil

19 júní – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

1 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

38800 kr. – 45200 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Þverá í Vatnsþverdal rennur í Haukadalsá við veiðistaðinn Blóta, rétt fyrir neðan veiðihús Haukadalsár í Dölum. Þverá er lítil og nett einnar stanga á og er áin 13 kílómetra löng með aragrúa ómerktra hylja. Áin hlykkjast niður eyðidal og myndar marga skemmtilega hylji og strengi á leið sinni niður dalinn. Enginn vegur er við ána og því þurfa veiðimenn að vera tilbúnir að hafa töluvert fyrir veiðinni og ganga 10-20 kílómetra yfir daginn. Veiðidögum í ánni er stillt í hóf, en einungis verða leyfi seld laugardaga, sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga. Fyrir þá sem hafa gaman af nettri veiði og mikilli útivist þá er þessi á algjörlega kjörin.

Ekkert veiðihús er við ána en við bendum á gistimöguleika í nágrenninu

Gisting & aðstaða

Gistihús

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæði Þverár er frá efsta fossi í ánni og niður að ármótum Þverár og Haukadalsár. Það er 13 km langt

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Búðardalur 12 km / Reykjavík 140 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjarvikurflugvöllur: 145 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Stangaveiðifélag Reykjavíkur, [email protected]  s: 568 6050

Verðið sem gefið er upp er fyrir félagsmenn, utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Vesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Þverá í Vatnsþverdal

LÍF OG FJÖR Í ÞVERÁ!

Ágætur gangur er í Þverá í Haukadal og það hefur sést slatti af tveggja ára löxum. Þorgils Helgason og Ólafur Finnbogason eru núna staddir í Þverá og sendu okkur línu.

Lesa meira »
Shopping Basket