Barnadagar voru haldnir í laxfullum Elliðaánum, 11. júlí. Mjög gaman var hjá unga veiðfólkinu, forráðamenn voru upp á bakka að reyna halda aftur af sér …eitthvað veiddist (10 laxar/Maríulaxar og 4 urriðar) en meira og risastórt „misstist“ en um 100 pylsur með öllu kláruðust! Þökkum öllum sjálfboðaliðum, forráðamönnum og veiðibúðum bæjarins fyrir samstarfið en saman gáfu þær unga veiðfólkinu 8 öflugar laxaflugur sem gerðu oft gæfu muninn!
Ljósmynd/Aðdend – Hrafn Ágústsson SVFR