Fyrsta ferðinn í Eyjafjarðará gaf flotta fiska

,,Já þetta var fyrsta heimsóknin í Eyjafjarðará en örugglega ekki sú síðasta, ég var á svæði þrjú“ sagði Aron Sigurþórsson er við heyrðum í honum ný komnum úr henni með flotta fiska. ,,Fyrri daginn veiddi ég meðal annars 6 punda bleikju en seinni daginn í ánni þennan væna urriða.

Hann var 14 punda og ég var með hann á í einar 20 mínútur. 81 sentimetri, þetta var bara fjör.  Við fengum 4 birtinga seinna daginn og þetta var skemmtileg á,  en ég ég búinn að fara einn og einn veiðitúr í sumar“ sagði Aron enn fremur.

Eyjafjarðaráin hefur verið að gefa flotta fiska í sumar, sjóbirtingurinn sækir á en bleikan er til staðar og alltaf flott þegar hún tekur flugur veiðimanna.

Ljósmynd/Aron Sigurþórsson með 14 punda sjóbirting úr Eyjafjarðará

Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira

Eyjafjarðará