Eyjafjarðará

Norðausturland
Eigandi myndar: Högni Harðarson
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 10 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

12 stangir
Stop

Kvóti

2 fiskar á stöng/dag
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

hálfur dagur

4200 kr. – 9500 kr.

Veiðin

Eyjafjarðará á upptök á jaðri hálendisins sunnan Eyjafjarðar og í fjalllendinu umhverfis Eyjafjarðardal. Áin er dragá með 1.300 km2 vatnasvið og rennur út dalinn um 70 km vegalengd að ósi í Pollinum við Akureyri. Hún er fiskgeng um 60 km allt fram að Brúsahvammi í 450 metra hæð yfir sjávarmáli. Í ána renna margar þverár og eru þær samtals fiskgengar um 24 km. Á efri svæðum árinnar og í mörgum þveránum er sjóbleikja ráðandi. Oft eru fyrstu bleikjurnar að ganga upp úr miðjum júlí en stærstu göngurnar virðast vera fyrri partinn í ágúst. Vanalega gengur mikið af geldbleikju á neðri svæðin í september. Staðbundinn urriði og sjóbirtingur heldur sig á neðri svæðunum og eru það oft rígvænir fiskar eða allt upp í 90 cm. Staðbundni urriðinn veiðist allt veiðitímabilið en sjóbirtingur um vorið og svo í ágúst og september.

Gisting & aðstaða

Gistihús

Ýmsa gistimöguleika má finna á Akureyri og nágrenni, visitakureyri.is

Veiðireglur

Veiði í öllum þverám Eyjafjarðarár er nú heimil á ný nema að áfram verður óheimilt að veiða í Torfufellsá fyrir ofan brú. Á svæði 5 eru seld veiðileyfi frá 20. júlí til 31. ágúst. Ekki er heimilt að veiða á svæði 5 fyrir framan merki ofan Tjaldbakka. Alla veiði á að færa í rafræna veiðibók Eyjafjarðarár á eyjafjardara.is. VEIÐIMENN ATH: Akið ekki á óslegnum túnum, lokið hliðum og virðið umhverfið.

Leigilegt agn: Á svæði 0 og 1 er fluga og spúnn. Á svæði 2,  3, 4 og 5 er eingöngu fluga. Í vorveiðinni er eingöngu flugu

Kvóti: Í vorveiðinni ber að sleppa öllum fiski. Sleppa verður öllum veiddum bleikjum á veiðisvæðum 3, 4 og 5 en heimilt er að hirða 1 bleikju undir 50 cm. á stöng á vakt á svæðum 0, 1 og 2. Heimilt er að hirða 2 urriða/sjóbirtinga undir 60 cm. á stöng á vakt á öllum svæðum.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðin í Eyjafjarðará eru 6 talsins og því úr mörgu að velja. Nálgast má kort af þeim hér að neðan

Svæði 0      Svæði 1     Svæði 2

Svæði 3      Svæði 4     Svæði 5

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Akureyri er í 5 – 35 km fjarðlægð frá veiðisvæðunum í ánni

Áhugaverðir staðir

Jólasveinahúsið og Bakhúsið, Smámunasafnið, Holtsel Ís & Beint frá Býli og Kaffi Kú

Nestisstaðir

Kjarnaskógur, Hólavatn og Leyningshólar

Veiðileyfi og upplýsingar

www.eyjafjardara.is

Veiðileiðsögn: hafið samband við Högna Harðarson s: 899-9851

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur

Myndasafn


Fréttir af veiði Eyjafjarðará

Reynsluboltar í Eyjafjarðará

Dagana 13. – 17. apríl voru sannkallaðir reynsluboltar að störfum í Eyjafjarðará. Þeir kalla sig “The Trophy Gangsters” og samanstendur hópurinn af sex vinum. Meðal þeirra eru bræðurnir Bergþór og

Lesa meira »

Eyjafjarðará dottin í gang

Ekki leit út fyrir að hægt væri að koma agni ofan í Eyjafjarðará fyrir rúmri viku síðan en eftir góðan hlýindakafla er staðan orðinn önnur. Veiðimenn eru byrjaðir að festa

Lesa meira »

Stórfiskasería að hætti Eyjafjarðarár

Eyjafjarðará er ein besta silungsveiðiá landsins. Hvar á landinu og jafnvel í heiminum geta menn landað 72 sentímetra bleikju og 73 sentímetra sjóbirtingi í sömu vikunni? Þetta afrekaði Aron Sigurþórsson

Lesa meira »
Shopping Basket