Reynsluboltar í Eyjafjarðará

Dagana 13. – 17. apríl voru sannkallaðir reynsluboltar að störfum í Eyjafjarðará. Þeir kalla sig “The Trophy Gangsters” og samanstendur hópurinn af sex vinum. Meðal þeirra eru bræðurnir Bergþór og Ágúst Ásgrímssynir sem menn þekkja betur sem “tvíbbana”. Við gefum Bergþóri tvíbba orðið: “Við vorum að á svæðum 1, 2 og 3 við frekar erfiðar aðstæður flestar vaktirnar; logn og sól, hitastig jafnan þetta 1 – 6°c og það fraus gjarnan í stangarlykkjum á morgnanna. Menn lögðu mismikið á sig, fóru á ólíkum tímum út úr húsi og kom það fyrir að menn náðu rétt tveggja klst veiði á morgunvakt”

Þeir eru fallegir “sjóbbarnir” úr Eyjafjarðará

En hver skildi afraksturinn hafa verið “Við lönduðum 40 fiskum á þessum fjórum dögum sem ekki getur talist mikil veiði hjá sex mönnum hoknum af reynslu árinnar. Ástundunin var vægast sagt mjög stopul á stundum, þó að bakkarnir hafi verið gengnir upp í nára þessa á milli”

Sumir voru tilbúnir að leggja meira á sig en aðrir í myndatöku

Á síðustu vaktinni voru allir búnir að gefast upp nema þeir Bergþór og Valdimar. Þá sannaði reynslan sig og tókst Bergþóri að koma tveimur risum á land, 78 og 80 cm, algjörlega einn að störfum.

Veiðiheimar þakkar Bergþóri fyrir skemmtilega samantekt og myndir

Eyjafjarðará