Hallá

Norðvesturland
Eigandi myndar: lax-a.is
Calendar

Veiðitímabil

21 júní – 22 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

24000 kr. – 48000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Hallá lætur lítið yfir sér þar sem hún rennur meinlætisleg til sjávar rétt hjá Skagaströnd. Hún er lítið vatnsfall, 16 km að lengd og er laxveiðsvæði hennar um 10 km. Hallá er veidd með tveimur stöngum allt tímabilið. Áin hefur alltaf verið vinsæl, jafnt hjá fjölskyldum og litlum veiðihópum, og hefur margur maríulaxinn verið dreginn úr ánni. Þetta er viðkvæm á og því nauðsynlegt að hlífa henni eins og kostur er. Seldir eru tveir dagar í senn, með hálfur-heill-hálfur fyrirkomulagi.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihús stendur við Hallá og fylgir með veiðileyfum. Áður en komið er að Hallá að sunnanverðu er beygt til hægri og stendur húsið um 300 metra frá Skagastrandarvegi. Það er um 50 fm og er með gistirými fyrir 7-8 manns í  tveimur herbergjum.  Veiðimenn þurfa að koma með sængurföt og handklæði. Skylt er að skrá alla veiði í veiðibók sem liggur frammi í veiðihúsi. Verönd er við húsið og þar stendur ágætt gasgrill.

Veiðireglur

Veiðimenn eru beðnir um að nota einungis merkta slóða á veiðikorti og aka ekki utan þeirra

Kort og leiðarlýsingar

Veiðsvæðið er um 12 km að lengd

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Skagaströnd: 7 km / Blönduós: 17 km

Veiðileyfi og upplýsingar

veida.is

Káraborg ehf, Jóhannes K. Bragason s: 695-1168 og Skúli H. Hilmarsson s: 774-8833

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Hallá

Aðeins að sprautast inn fiskur

Svo virðist sem laxinn hafi aðeins komið í síðasta flóði og ekki eins mikið af fiski og menn áttu von á. Göngurnar hefðu mátt vera kraftmeiri, miðað við aðstæður. Vatnið

Lesa meira »

Hallá skemmtilega vatnsmikil

„Þetta var gaman að fá þennan flotta sjóbiting svona strax en við vorum rétt að byrja,“ sagði Valdimar Birgisson sem er við veiðar í Hallá en með honum á stöng

Lesa meira »

Veiðisumarið fer vel af stað í Hallá

„Þegar við opnun sáust nokkrir laxar í Kjalarlandfossum en þeir voru tregir til töku,“ sagði Skúli Húnn Hilmarsson, þegar við spurðum um Hallá.Hollið setti í tvo  fiska sem náðu að slíta sig

Lesa meira »
Shopping Basket