Hallá lætur lítið yfir sér þar sem hún rennur meinlætisleg til sjávar rétt hjá Skagaströnd. Hún er fremur lítið vatnsfall og er hún veidd með tveimur stöngum allt tímabilið. Hallá hefur alltaf verið vinsæl, jafnt hjá fjölskyldum og litlum veiðihópum, og hefur margur maríulaxinn verið dreginn úr ánni. Þetta er viðkvæm á og því nauðsynlegt að hlífa henni eins og kostur er. Seldir eru tveir dagar í senn, með hálfur-heill-hálfur fyrirkomulagi.
Aðeins að sprautast inn fiskur
Svo virðist sem laxinn hafi aðeins komið í síðasta flóði og ekki eins mikið af fiski og menn áttu von á. Göngurnar hefðu mátt vera kraftmeiri, miðað við aðstæður. Vatnið