Hallá lætur lítið yfir sér þar sem hún rennur meinlætisleg til sjávar rétt hjá Skagaströnd. Hún er fremur lítið vatnsfall og er hún veidd með tveimur stöngum allt tímabilið. Hallá hefur alltaf verið vinsæl, jafnt hjá fjölskyldum og litlum veiðihópum, og hefur margur maríulaxinn verið dreginn úr ánni. Þetta er viðkvæm á og því nauðsynlegt að hlífa henni eins og kostur er. Seldir eru tveir dagar í senn, með hálfur-heill-hálfur fyrirkomulagi.
Síðasta holl veiddi sjö laxa í Hallá
„Veiðin gekk vel í Hallá og hollið veiddi sjö laxa og tvo sjóbirtinga,“ sagði Pétur Pétursson sem var að koma úr Hallá við Skagaströnd en fínt vatn er í ánni