800 bleikjur komnar á land

Veðurbíða dag eftir dag stoppaði veiðina

Veiðin hefur víða verið stórskrítinn í sumar eins og í Fljótunum, mikið af fiski, en fiskurinn tregur að taka agn veiðimanna þegar hitastigið er 16 til 20 stig dag eftir dag og ekki rignt síðan í maí byrjun á svæðinu. En í kvöld fór að hellirigna og fiskurinn að taka aðeins.

Stórkostlegt að sjá bleikjuna færa sig á milli hylja í stórum torfum sem ekki hefur tekið vikum saman í Efri-Flókadalsá og  næstu dagar ættu að gefa flotta veiði, vatnið sem vatnaði í allt sumar er komið á svæðið og töluvert eftir af veiðitímanum.

,,Við vorum að veiða um daginn og fengum flotta veiði og sáum nokkra laxa alla vega á einum stað,“ sagði veiðimaðurinn sem var fyrir fáum dögum í  Efri-Flókadalsá en áin hefur gefið 800 bleikjur og sumar vel vænar. Þær stærstu 5 til 6 pund en þær mættu snemma en eru ennþá til stórar en þær eru verulega tregar og gera grín af veiðimönnum sem renna bæði flugu og maðki ótt og títt.

Eitthvað hefur veiðst af fiski í Neðri Flókadalsánni og Fljótáin hefur verið að gefa. Fljótið er spes veiðistaður og gaman að renna þar fyrir fisk. Allt getur skeð.

Ljósmynd/GB

Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira

Flókadalsá í Fljótum