Þetta frábæra sjóbleikjusvæði er í Fljótum og hefur veiðin þar síðastliðin ár verið mjög góð. Á svæðinu er nær eingöngu sjóbleikja, þó lax og urriði slæðist líka upp á vatnasvæðið. Umhverfi árinnar þykir friðsælt en þó er hún nokkuð vatnsmikil. Kvóti er 8 bleikjur á vakt pr stöng en urriði er fyrir utan kvótann. Mesta veiði í ánni var 2004 en þá veiddust 2.874 bleikjur. Undan farin ár hefur meðalveiðin verið í kringum 920 bleikjur. Veitt er í tvo til þrjá daga í senn.
800 bleikjur komnar á land
Veðurbíða dag eftir dag stoppaði veiðina Veiðin hefur víða verið stórskrítinn í sumar eins og í Fljótunum, mikið af fiski, en fiskurinn tregur að taka agn veiðimanna þegar hitastigið er