Tjarnará fellur um 15 km vegalengd um Þorgrímsstaðardal frá upptökum sínum í Vatnsnesfjalli. Áin heitir í raun Tunguá þegar hún fellur um Þorgrímsstaðardal, en breytir svo um nafn og fellur til sjávar sem Tjarnará. Þessi viðkvæma dragá getur átt það til að þorna upp í þurrkatíð, en í henni veiðist bæði bleikja og lax. Bleikjuveiðin var um tíma nokkuð drjug en hrundi svo. Nú er talið að hún sé að ná sér á strik aftur og var veiðin sumarið 2020 góð og talsvert um væna bleikju. Laxveiðin hefur verið sveiflukennd en ef vel lætur nær hún 60 laxa veiði, sem er allgott á eina stöng. Árið 2009 fór veiðin 93 laxa.
Eldislaxar leita upp í fleiri ár – yfir tvö hundruð hafa veiðst
Á hverjum degi veiðst eldislaxar víða um land og líklega hafa veiðst yfir tvö hundruð frá Borgarfirði og norður í Skagafjörð, en einnig annars staðar. Við heyrðum í veiðimanni sem var