Tjarnará fellur um 15 km vegalengd um Þorgrímsstaðardal frá upptökum sínum í Vatnsnesfjalli. Áin heitir í raun Tunguá þegar hún fellur um Þorgrímsstaðardal, en breytir svo um nafn og fellur til sjávar sem Tjarnará. Þessi viðkvæma dragá getur átt það til að þorna upp í þurrkatíð, en í henni veiðist bæði bleikja og lax. Bleikjuveiðin var um tíma nokkuð drjug en hrundi svo. Nú er talið að hún sé að ná sér strik aftur og var veiðin sumarið 2020 góð og talsvert um væna bleikju. Laxveiðin hefur verið sveiflukennd en ef vel lætur nær hún 60 laxa veiði, sem er allgott á eina stöng. Árið 2009 fór veiðin 93 laxa.