Flókadalsá í Fljótum

Norðvesturland
Eigandi myndar: Högni Harðarson
Calendar

Veiðitímabil

23 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

meira en 5 fiskar á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Breyttir jeppar
Dollar

Verðbil

heill dagur

29900 kr. – 36600 kr.

Tegundir

Veiðin

Þetta frábæra sjóbleikjusvæði er í Fljótum og hefur veiðin þar síðastliðin ár verið mjög góð. Á svæðinu er nær eingöngu sjóbleikja, þó lax og urriði slæðist líka upp á vatnasvæðið. Umhverfi árinnar þykir friðsælt en þó er hún nokkuð vatnsmikil. Kvóti er 8 bleikjur á vakt pr stöng en urriði er fyrir utan kvótann. Mesta veiði í ánni var 2004 en þá veiddust 2.874 bleikjur. Undan farin ár hefur meðalveiðin verið í kringum 920 bleikjur. Veitt er í tvo til þrjá daga í senn.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihúsið er notalegt með 3 herbergjum og rúmar vel 8 manns. Allar helstu nauðsynjar eru til staðar í húsinu fyrir veiðimenn, en veiðimenn koma sjálfir með lín og handklæði. Gasgrill er við húsið og einnig vöðlugeymsla. Hvorki er á staðnum barnarúm né -stóll. Hundahald er bannað í húsinu og við ána. Menn eru beðnir um að þrífa húsið að dvöl lokinni

Leiðarlýsing: Ekið er upp Flókadalsveg og beygt inn hjá Vestari-Hól, þar er veiðihúsið.

Veiðireglur

Leyfilegt er að hirða 8 blekjur á vakt

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið nær frá Flókadalsvatni og fram að afréttargirðingu þar sem veiðimörk eru merkt

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Siglufjörður: 36 km / Akureyri: 110 km um Ólafsfjarðarveg

Reykjavík: 358 km

Nærliggjandi flugvellir

Akureyrarflugvöllur: 112 km

Áhugaverðir staðir

Hólar í Hjaltadal, Sundlaugin Hofsósi, Síldarsafnið á Siglufirði

Veiðileyfi og upplýsingar

svfr – vefsala

Stangaveiðifélag Reykjavíkur s: 568 6050, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Flókadalsá í Fljótum

Færri og færri bleikjur

„Auðvitað er staðan ekki góð færri og færri bleikjur koma á land með hverju árinu, þetta er sko ekkert að lagast,“ sagði veiðimaður sem mikið hefur verið í veiði fyrir

Lesa meira »

Þetta var mjög gaman

„Fiskurinn tók sæmilega í og það var gaman að landa honum í hyl númer 7,“ sagði Einar Hallur Sigurgeirsson sem var við veiðar í Efri Flókadalsá í gærdag, en áin hefur

Lesa meira »

800 bleikjur komnar á land

Veðurbíða dag eftir dag stoppaði veiðina Veiðin hefur víða verið stórskrítinn í sumar eins og í Fljótunum, mikið af fiski, en fiskurinn tregur að taka agn veiðimanna þegar hitastigið er

Lesa meira »
Shopping Basket