Svarfaðardalsá á upptök sín á Heljardalsheiði, fornri samgönguleið á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Hún er dæmigerð dragá, köld með breytilegu vatnsmagni og oft jökullituð á sumrin. Fjölmargar þverár falla í hana og er sú helsta Skíðadalsá, sem einnig er veiðiá. Árnar eru að grunninum til sjóbleikjuár en töluvert er af urriða á neðri svæðunum. Veiðisvæðið er um 35 km langt, skipt í 5 svæði og tvær stangir á hverju. Vinsælasti tíminn er fyrstu tvær vikurnar í ágúst en þá eru bleikjugöngur jafnan í hámarki. Mjög skemmtileg sjóbleikjuveiði er oft í Svarfaðardalsá og svo leynir hún á sér í urriðaveiði. Nú er í boði að kaupa vordaga á neðstu svæðum árinnar. Seldir eru hálfir dagar í ána. Meðalveiði síðustu 10 árin er um 630 bleikjur, en sennilega er skráning ábótavant.
Góð afmælisgjöf!
Varla er hægt að hugsa sér betri afmælisgjöf en veiðiferð í fallega sjóbleikjuá. “Ég varð áttræður þann 3 janúar og fékk að gjöf dag í Svarfaðardalsá. Þetta var kærkomin afmælisgjöf”,