Svarfaðardalsá

Norðausturland
Eigandi myndar: SVAK
Calendar

Veiðitímabil

01 maí – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

10 stangir
Stop

Kvóti

2 fiskar á stöng/dag
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

hálfur dagur

2500 kr. – 3800 kr.

Veiðin

Svarfaðardalsá á upptök sín á Heljardalsheiði, fornri samgönguleið á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Hún er dæmigerð dragá, köld með breytilegu vatnsmagni og oft jökullituð á sumrin. Fjölmargar þverár falla í hana og er sú helsta Skíðadalsá, sem einnig er veiðiá. Árnar eru að grunninum til sjóbleikjuár en töluvert er af urriða á neðri svæðunum. Veiðisvæðið er um 35 km langt, skipt í 5 svæði og tvær stangir á hverju. Vinsælasti tíminn er fyrstu tvær vikurnar í ágúst en þá eru bleikjugöngur jafnan í hámarki. Mjög skemmtileg sjóbleikjuveiði er oft í Svarfaðardalsá og svo leynir hún á sér í urriðaveiði. Nú er í boði að kaupa vordaga á neðstu svæðum árinnar. Seldir eru hálfir dagar í ána. Meðalveiði síðustu 10 árin er um 630 bleikjur, en sennilega er skráning ábótavant.

Gisting & aðstaða

Bændagisting

Höfði cottages s: 789-2132

Dæli (Möðruvellir) Skíðadal s: 466 1658, https://daeli.is/ , [email protected]

Gistihús

husabakki.is / [email protected] s: 859-7811

Ytri-vík / Kálfskinn s: 466 1982 / 466 1630 / 869 2433, [email protected], [email protected]

Veiðireglur

Alla veiði á að færa í rafræna veiðibók Svarfaðardalsár á veiditorg.is

 

Kort og leiðarlýsingar

Í vorveiði í maí er eingöngu leyfð fluguveiði og skal öllu fiski sleppt. Frá júní og til með september er eingöngu leyfð fluguveiði á svæði 5 og skal öllum fiski sleppt. Á öðrum svæðum er allt agn leyfi og kvóti á hverja dagstöng 4 bleikjur (2 bleikjur á hvorri vakt)

Svarfaðardalsá er skipt í 5 veiðisvæði, sjá kort hér að neðan

Kort

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Dalvík: frá 2 – 15 km, Akureyri: 42 km og Reykjavík: 411 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Svarfaðardalsa – Veiðitorg

Veiðifélag Svarfaðardalsár s: 6911633

[email protected]

Veiðivarsla: Marinó s: 780-0049. Marínó veitir leiðsögn við ána

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur

Myndasafn


Fréttir af veiði Svarfaðardalsá

Á ferðinni á bökkum Svarfaðardalsár

Þeim sem þykir fátt skemmtilegra en að veiða sjóbleikju sækja oft Eyjafjörðinn heim en um hann renna allmargar góðar sjóbleikjuár. Dugar þar að nefna Eyjafjarðará, Fjarðará (Ólafsfjarðará), Hörgá og Svarfaðardalsá.

Lesa meira »

Vorveiði í Svarfaðardalsá

Frá og með deginum í dag eru hægt að komast í vorveiði í Svarfaðardalsá. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem þetta er í boði. Það sem umræðir eru tvo

Lesa meira »
Shopping Basket