„Við erum ekki búnir að fá neitt en útiveran við Elliðavatn er góð, það fékkst urriði hérna fyrst í kvöld annars hefur þetta verið rólegt“ sagði veiðimaður sem var að veiða með konunni, dóttur og barnabarni þar sem allir tóku þátt í veiðiskapnum. „Frábært veður en fiskurinn ekki mikið að vaka í kvöld“ bætti veiðimaðurinn við.
Já það voru veiðimenn um allt Elliðavatn sem var rennislétt og einn og einn fiskur að vaka, annars rólegt. En veðurfarið var meiriháttar þótt fiskurinn hefði mátt vera grimmari að taka hjá veiðimönnunum. Á myndunum, sem María Gunnarsdóttir tók í kvöld, lýsir vel stemmingunni á svæðinu, logn og blíða. Fyrstu dagarnir hafa gefið fína veiði og flotta urriða, suma vel væna. Vatnið kemur vel undan vetri þetta árið.
Veiðar · Lesa meira