Elliðavatn

Suðvesturland
Eigandi myndar: svfr.is
Calendar

Veiðitímabil

22 apríl – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Aðgengi fyrir fatlaða, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

2500 kr. – 2500 kr.

Tegundir

Veiðin

Elliðavatn er í Heiðmörk sem er útivistarsvæði í útjaðri Reykjavíkur og Kópavogs. Vatnið tilheyrir bæði Reykjavík og Kópavogi. Hægt er að komast að vatninu með því að fara Heiðmerkurafleggjara og í gegnum Kópavog til að komast að Vatnsendalandi.

Elliðavatn er vinsælasta veiðivatn höfuðborgarsvæðisins og afar gjöfult. Vatnið er í um 73m. hæð yfir sjávarmáli og er um 1,8 km² að flatarmáli. Mesta dýpi er rúmir 2 m en meðaldýpi er um 1 m. Í vatnið renna Bugða og Suðurá. Í vatninu eru bleikja, urriði, lax og stöku sjóbirtingur. Bleikjan var ríkjandi í vatninu en síðasta áratug hefur urriðinn sótt í sig veðrið og er nú að verða algengasta fiskitegundin í vatninu. Lax og sjóbirtingur ganga í vatnið úr Elliðaám og upp í hliðarárnar. Urriðinn í vatninu hefur verið að stækka og hafa fiskar upp í sex pund veiðst.

Veiðireglur

Óheimilt er að veiða í Suðurá. Ekki má veiða nær Elliðavatnsstíflu en 50 metra. Í Hólmsá má aðeins veiða á flugu!

Veiðimenn og útivistarfólk er vinsamlegast beðið að ganga vel um svæðið og skilja ekki eftir sig rusl. Vilji menn gera að aflanum við vatnið eru þeir beðnir um að taka með sér slor og hausa. Óheimilt er að aka utan vega. Öll umferð báta á vatninu er bönnuð nema með leyfi landeigenda. Bent er á bátaleigu á Kríunesi í landi Vatnsenda. Veiðimenn skulu ekki fara inn á sumarbústaðalóðir við vatnið og virða þriggja metra reglu frá vatnsbakka þar sem það getur átt við. Vegna rannsókna á urriða á vatnasvæðinu eru veiðimenn beðnir að athuga hvort veiddir urriðar séu mælimerktir. Merkjum ber að skila til Laxfiska ehf.  www.laxfiskar.is

Veiðivörður & umsjónarmaður: Veiðikortshöfum ber að sýna veiðiverði Veiðikortið og skilríki þegar þess er óskað. Þegar handhafi Veiðikortsins er á bíl er hann beðinn um að hafa Veiðikortið sýnilegt við framrúðu bílsins.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið er Elliðavatn fyrir löndum Elliðavatns og Vatnsenda, auk Hólmsár og Nátthagavatns, þaðan sem Hólmsá rennur

Jöfn veiði er í vatninu. Vatnið er þó sérstaklega vinsælt í maí. Mjög góð veiði er yfirleitt í maí, júní og júlí

Bent er á vandaðan bækling um veiðar í Elliðavatni, sem Geir Thorsteinsson hefur gefið út á rafrænu formi, og hægt er að sækja með því að smella hér!

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Vatnið er í útjaðri Reykjavíkur

Veiðileyfi og upplýsingar

Vatnið er hluti af Veiðikortinu. Börn að 12 ára aldri og ellilífeyrisþegar mega veiða frítt

Dagsleyfi: veidikortid.is

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Elliðavatn

Engin nýleg veiði er á Elliðavatn!

Shopping Basket