Flott veiði fyrsta daginn í Elliðavatni

„Já ég fékk sjö fiska og frétti af veiðimönnum sem fengu fína veiði, flotta fiska. Dagurinn í gær gaf vel í vatninu en líklega hafa veiðst yfir hundrað fiskar,“ sagði veiðimaður sem veiddi nokkra urriða í Elliðavatni en veiðin fyrsta daginn gekk vonum framar. Silungurinn er vel haldinn eftir veturinn, en mest veiðist af urriðanum ennþá.

Vatnaveiðin byrjar víða vel eins og í Villingavatni þar sem veiðimenn hafa verið að fá væna urriða en veiðimaður sem var þar fyrir skömmu fékk einn fisk og sagði að fiskar væru að vaka út um allt vatnið. Veiðimaður var á Þingvöllum í gær en varð lítið var þar. Margir voru að af fisk en hann var tregur að taka.

Geir Thorsteinsson með fína fiska úr Elliðavatni fyrsta daginn /Mynd Veiðikortið

Veiðar · Lesa meira

Elliðavatn