Eyvindarlækur fellur úr Vestmannsvatni um Sýrnesvatn og Mýlaugsstaðavatn, er lygn með 2,5 m3/sek rennsli og sameinast Laxá í Aðaldal um 4 km neðar. Í honum veiðist aðallega urriði, en einnig er þar laxavon. Hann tilheyrði áður veiðisvæði Reykjadalsár í Reykjadal, en er nú seldur sem ódyrt aðskilið veiðisvæði. Þetta er sannkölluð þurrfluguparadís sem gaman er að heimsækja.
Þurrfluguveiði í Eyvindarlæk
Hann Valdimar Heiðar, sem flestir þekkja sem Madda, var í Eyvindarlæk á dögunum. Hann mætti ekki fyrr en um ellefu og á aðeins tveimur klst. náði hann að landa átta