Þurrfluguveiði í Eyvindarlæk

Hann Valdimar Heiðar, sem flestir þekkja sem Madda, var í Eyvindarlæk á dögunum. Hann mætti ekki fyrr en um ellefu og á aðeins tveimur klst. náði hann að landa átta urriðum á hinar og þessar þurrflugur. Seinnipartinn kom félagi hans, Ísak, en þá var kominn norðanátt sem gerði þeim lífið leitt fram á kvöldið. Eins og svo oft á þessu svæði, lagði vindur um átta leytið og var þá líf og fjör hjá drengjunum. Þeir lönduðu níu og settu í fleiri. Það voru aðallega Black Gnat, Galdralöpp og Klinkhammer sem urriðiarnir voru ginkeyptir fyrir. Flestir þeirra voru á bilinu hálft – eitt pund, en þó þrír sem voru yfir 40 cm. Þess má geta að lax er mættur á svæðið, á leið sinni upp í Reykjadalsá, og sáu drengirnir tvo sem fengust ekki til að bíta á hjá þeim.

Eyvindarlækur