Þeir sem heimsækja Laxá í Laxárdal geta átt von á að veiða stærri urriða en víðast hvar annars staðar. Rúmlega 70% veiðinnar undanfarin ár hefur verið fiskur sem er lengri en 50 cm og 20% aflans í Laxárdal meira en 60 cm. Veiðimenn eru vel utan alfaraleiðar og því út af fyrir sig í mögnuðu umhverfi Laxárdalsins. Óhætt er að fullyrða að veiðisvæðið í Laxárdalnum er einstakt í sinni röð; umhverfið, vatnið og veiðin skapa órofa heild sem lætur engan ósnortinn. Hér finna menn sig vel hvort sem notaðar eru púpur, straumflugur eða þurrflugur. Sé svæðið borið saman við Mývatnssveit þá veiðast færri en stærri fiskar í Laxárdal. Boðið er upp allt frá einum degi upp í nokkurra daga holl yfir veiðitímann.
Láxárdalur kemur vel undan vetri
Fyrstu dagarnir í Laxá í Laxárdal lofa aldeilis góðu uppá framhaldið. Lífríkið búið að taka á fullu við sér og fiskur víða að taka flugur á yfirborðinu. Samkvæmt Magnúsi Björnssyni