Láxárdalur kemur vel undan vetri

Fyrstu dagarnir í Laxá í Laxárdal lofa aldeilis góðu uppá framhaldið. Lífríkið búið að taka á fullu við sér og fiskur víða að taka flugur á yfirborðinu.

Samkvæmt Magnúsi Björnssyni sem var í opnuninni, “var veiði svipuð og hún hefur verið undanfarin ár en fiskurinn skækkar bara og stækkar. Alls komu 58 fiskar á land og voru 8 af þeim 70 – 73 cm og svo voru 21 á bilinu 60 – 69. Þannig var helmingur veiddra fiska stærri er 59 cm”

“Flest allir þeir fiskar sem veiddust voru vel haldnir, feitir og silfraðir” Enn er hægt að tryggja sér daga í Laxá, áhugsamir geta kynnt sér framboðið hér

Ljósmynd: Falleg 62 cm hrygna úr Soginu í Laxárdal

Frétt fengin af heimasíðu svfr.is

Laxá í Laxárdal