Veiðin hófst með pomp og pragt við Þjórsá í morgun og það tók Stefán Sigurðsson ekki nema 7 mínútur að setja í fyrsta lax sumarsins, en það tók reyndar aðeins 7 sekúndur fyrir ári síðan að veiða fyrsta laxinn í Þjórsá, þá var það einnig Stefán.
Þetta er líklega fimmta árið í röð sem Stefán veiðir fyrsta lax sumarsins og þá líka í Þjórsá. Áin opnar núna nokkrum dögum síðar en í fyrra og það boðar bara gott. „Já, Stefán fékk fyrsta laxinn í Þjórsá þetta sumarið eins og oft áður,“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir og bætti við, „það eru komnir 12 laxar núna tveimur tímum fyrir hádegi. Þetta gengur bara vel hjá okkur,“ sagði Harpa ennfremur.
Veiðiárnar opna hver af annarri þessa dagana, Norðurá í Borgarfirði er næst 4. júní.
Mynd. Stefán Sigurðsson með fyrsta lax sumarsins í Þjórsá. Mynd Harpa
Veiðar · Lesa meira