Mýrarkvísl er ein af mörgum hliðarám Laxár í Aðaldal og er eins og hún þekkt fyrir undurfagurt umhverfi. Mýrarkvísl rennur út í Laxá um fjórum km frá ósi hennar. Þrátt fyrir að vera hliðará Laxár þá er ekki hægt að segja að árnar séu líkar. Mýrarkvísl er viðkvæm veiðiá sem þarf að nálgast með varúð til þess að ná góðum árangri. Hún er ekki bara stórgóð laxveiðiá, heldur einnig frábær urriðaá og á vorin veiðist oft mikið af vænum urriða. Ósjaldan veiðast urriðar sem eru ríflega 50 cm langir og til eru allnokkrir sem ná yfir 60 cm.