Litlaá í Kelduhverfi

Norðausturland
Eigandi myndar: Þórarinn Blöndal
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 10 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

5 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Jepplingar, Breyttir jeppar
Dollar

Verðbil

heill dagur

30000 kr. – 30000 kr.

Veiðin

Litlaá í Kelduhverfi er bergvatnsá, sem upprunalega átti sér eingöngu upptök í lindum sem heita Brunnar við bæinn Keldunes. Frá 1976 á hún sér einnig upptök í Skjálftavatni sem myndaðist við jarðsig í Kröflueldum. Vatnið úr Brunnum er óvenju heitt og blandast kaldara vatni úr Skjálftavatni, þannig er meðalhiti vatnsins í ánni um 12°C. Vaxtarhraði fiska í Litluá er mikill undir þessum kringumstæðum og er urriðastofn árinnar því einn sá stærsti hér á landi. Auk sjóbirtings og staðbundins urriða veiðist nokkuð magn af sjóbleikju og einnig er hægt að gera sér von um lax í Litluá. Meðalveði í sjálfri ánni eru um 880 fiskar, en öllu óvissara er með Skjálftavatn en sennilega er það að gefa um 100 fiska árlega.  

Gisting & aðstaða

Hótel

Hótel Skúlagarður s: 465-2280, skulagardur.com

Gistihús

Gistihúsið í Keldunesi s: 465-2275, keldunes.is.  Frá gistihúsinu er ekki þörf að keyra út á þjóðveg til að fara að Litluá. Í því eru 6 tveggja manna herbergi með uppábúnum rúmum, notaleg borðstofa og sjónvarpsstofa ásamt mjög góðri eldunaraðstöðu. Valkostur er að kaupa tilbúnar máltíðir. Heitur pottur er á palli, rétt utan við gistihúsið.  Einnig eru nokkur stök smáhýsi hluti af ferðaþjónustunni í Keldunesi.

Veiðireglur

Veiðileyfi skal bera á sér við veiðarnar og sýnd veiðiverði, sé þess óskað. Óheimilt er að aka bifreiðum utan vegaslóða. Öll meðferð skotvopna er stranglega bönnuð. Þegar tveir eru um stöng, skulu þeir ávallt vera saman á veiðistað. Sé brotið gegn einhverri af framangreindur reglum, eða óleyfilegt agn notað, varðar það tafarlausum brottrekstri úr ánni, bótalaust. Veiðiverði er heimilt að skoða veiðarfæri og sjá til þess að ofangreindum reglum sé framfylgt. Veiðimenn eru beðnir um að ganga vel um, sýna snyrtimennsku við ána og fleygja ekki rusli á bökkum hennar. Veiðimanni er skylt að skila veiðiskýrslu að veiði lokinni.

Kort og leiðarlýsingar

Samtals eru sex veiðisvæði í ánni. Ef keyptar eru allar stangirnar fylgir Skjálftavatn með

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Húsavík: 52 km, Akureyri: 127 km um Vaðlaheiðargöng

Nærliggjandi flugvellir

Akureyrarflugvöllur: 128 km um Vaðlaheiðargöng

Áhugaverðir staðir

Hljóðaklettar: 25 km, Ásbyrgi: 14 km, Dettifoss (einungis 4×4 bílar): 41 km

Veiðileyfi og upplýsingar

litlaa.is

Seyrur sf s: 465-2275, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur

Myndasafn


Fréttir af veiði Litlaá í Kelduhverfi

Stórir fiskar í Litluá

Undanfarna daga hefur verið mjög slæmt veður við Litluá, verið kalt, hvasst og mjög mikil rigning. Þrautseigir veiðimenn frá Bandaríkjunum hafa þó veitt ágætlega og fengið bæði urriða og bleikjur.

Lesa meira »

Allir voru fiskarnir vel haldnir

„Þetta var ansi skemmtileg ferð í Litluá í Kelduhverfi, við áttum nokkra dagana núna í maí og spáin var ekki okkar megin,“ sagði Hafþór Óskarsson, sem fór með vöskum hópi

Lesa meira »
Shopping Basket