Litlaá í Kelduhverfi er bergvatnsá, sem upprunalega átti sér eingöngu upptök í lindum sem heita Brunnar við bæinn Keldunes. Frá 1976 á hún sér einnig upptök í Skjálftavatni sem myndaðist við jarðsig í Kröflueldum. Vatnið úr Brunnum er óvenju heitt og blandast kaldara vatni úr Skjálftavatni, þannig er meðalhiti vatnsins í ánni um 12°C. Vaxtarhraði fiska í Litluá er mikill undir þessum kringumstæðum og er urriðastofn árinnar því einn sá stærsti hér á landi. Auk sjóbirtings og staðbundins urriða veiðist nokkuð magn af sjóbleikju og einnig er hægt að gera sér von um lax í Litluá. Meðalveði í sjálfri ánni eru um 1500 fiskar, en Skjálftavatn eitt og sér gefur um 600 – 800 fiska.
Allir voru fiskarnir vel haldnir
„Þetta var ansi skemmtileg ferð í Litluá í Kelduhverfi, við áttum nokkra dagana núna í maí og spáin var ekki okkar megin,“ sagði Hafþór Óskarsson, sem fór með vöskum hópi