Vesturdalsá á upptök í Arnarvatni. Þaðan rennur áin um 33 km leið til sjávar í Nýpslóni í Vopnafirði. Í Vesturdalsá er bæði að finna lax og bleikju. Viðamiklar rannsóknir hafa átt sér stað um árabil á fiskistofnum árinnar en hún er ein af viðmiðunarám Veiðimálastofnunnar. Vesturdalsá er „litla“ áin í Vopnafirði en árnar Hofsá og Selá eru bæði þekktari og stærri, þó að Vesturdalsáin hafi oft á tíðum haft betur þegar litið er til meðalafla á stöng. Veiðin er sjaldan undir 200 löxum á sumri og fer upp í 400 í góðu ári. Mikil sjóbleikja er oft meðafli og bjargar mörgum veiðitúrnum, þegar laxinn er tregur. LEYFI eru ekki í boði!