Breiðdalsá á upptök sín til fjalla þar sem lækir tínast saman og verður svo til þar sem Tinnudalsá, Suðurdalssá, og Norðurdalsá renna saman. Umhverfi Breiðdalsár er stórbrotið og sagt er að menn veiði óvíða í eins fallegri á. Stórlaxavonin er mikil og laxar um og yfir 10 kg veiðast árlega. Nú er hægt að kaupa staka daga án fæði eða gistiskyldu til 11 júlí og frá 10 september! Einnig geta veiðihópar sem taka allar stangirnar keypt gistingu í Veiðihúsinu Eyjar án fæðis ef þess er óskað.
Ferðamöguleikar eru með bíl í Breiðdalinn eða með flugi til Egilsstaða. Ef menn velja flugið þá er hægt að ráða leiðsögumann með bíl á vegum Strengja eða leigja bíl á Egilsstaðaflugvelli og þaðan eru einungis rúmir 100 km til Breiðdalsár.