Sá fyrsti úr Breiðdalsá 

Fyrsti laxinn úr Breiðdalsá

Veiði hófst í Breiðdalsá í morgun og í öðru kasti tók lax við Möggustein, Sunray Shadow fluguna. Var það lúsug hrygna 70 cm. og veiðimaðurinn er Stefan Kaufmann frá Sviss og hefur hann orðið var við fleiri laxa við steininn.

Vatn er mikið í Breiðdalsá en þó veiðanleg á meðan Jökla er í miklum leysingum ennþá og mjög erfitt með veiði þar.

Miklir vatnavextir eru á Ausurlandi og víða sem hefur sett strik í veiðiskapinn.

Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira

Breiðdalsá