Hólaá – Austurey

Veiðin fór vel af stað á þessu skemmtilega svæði í Hólaá. Alls komu þar 12 fiskar á land opnunardaginn en þar var hann Kjartan á meðal veiðimanna. Svæðið er sennilega einn af betri kostum í vorveiðinni enda í nálægð við höfuðborgina og oft hægt að lenda þar í óvæntri veiði. Á bakkanum á móti Austurey 1 er annað gott svæði, Laugardalshólar, en þar fór veiðin einnig vel af stað. Nú er ágæt veðurspá framundan og um að gera að draga fram veiðibúnaðinn.

Ljósmynd: Kjartan með fallega bleikju af svæði Austurey 1 í Hólaá

Frétt byggð á heimildum frá IO Veiðileyfi (facebook)

Hólaá – Austurey