Hólaá – Austurey

Suðurland
Eigandi myndar: Iceland Outfitters
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 24 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

8000 kr. – 8000 kr.

Tegundir

Veiðin

Austurey er skemmtilegt silungsveiðisvæði í Hólaá í Árnessýslu. Eingöngu má veiða sunnan megin við ána eða þeim megin sem bærinn Austurey stendur. Ekki má vaða yfir á hinn bakkan sem tilheyrir Laugardalshólum. Þarna er hvortveggja hægt að krækja í bleikju og urriða. Mest hefur veiðst á flugu á síðastliðnum árum og mjög gaman að nota þurrflugu þegar aðstæður leyfa.

Gisting & aðstaða

Gistihús

Aðrir gistimöguleikar

Hægt er að leigja frábæra bústaði við Bóndabæinn Austurey: austurey.is

Veiðireglur

Menn eru beðnir að ganga vel um svæðið, hirða allt rusl og veiða hóflega. Veiðimenn eru beðnir um að prenta út veiðileyfið og skilja eftir á mælaborði í bílunum sínum þegar menn fara til veiða svo veiðivörður geti fylgst með. Veiðibók er á bóndabænum Austurey 1. (Skylt er að skrá allan afla í veiðibók)

Kort og leiðarlýsingar

Til þess að komast að veiðisvæðinu er keyrt inn veg (364) af Laugarvatnsvegi(37), keyrt er veginn að enda þar til komið er að Austurey 2. Þá keyra menn aðeins lengra með bóndabæinn Austurey 1 á hægri hönd. Afleggjari uppá veiðisvæðið er á vinstri hönd og ef sá slóði er keyrður til enda er komið u.þ.b. miðsvæðis að veiðisvæðinu og þar leggja menn bílnum. Veiðst hefur ágætlega á þessu svæði, bæði fyrir ofan og neðan þar sem áin liðast í mörgum beygjum.

Veiðisvæðið Austurey er um 5-6 km langt og byrjar um 200-300 metrum fyrir neðan veiðistaðinn Far og nær niður að Apavatni.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Áhugaverðir staðir

Laugarvatn Fontana: 8 km, Geysir: um 36 km, Gullfoss: 46 km, Reykholt: 29 km, Skálholt: 26 km

Veiðileyfi og upplýsingar

ioveidileyfi.is

Iceland Outfitters s: 466-2680  & 855-2681, [email protected]

Veiðivörður: Kjartan Lárusson, Austurey 1 s: 898-8902  &  486-1196

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Hólaá – Austurey

Hólaá – Austurey

Veiðin fór vel af stað á þessu skemmtilega svæði í Hólaá. Alls komu þar 12 fiskar á land opnunardaginn en þar var hann Kjartan á meðal veiðimanna. Svæðið er sennilega

Lesa meira »
Shopping Basket