Austurey er skemmtilegt silungsveiðisvæði í Hólaá í Árnessýslu. Eingöngu má veiða sunnan megin við ána eða þeim megin sem bærinn Austurey stendur. Ekki má vaða yfir á hinn bakkan sem tilheyrir Laugardalshólum. Þarna er hvortveggja hægt að krækja í bleikju og urriða. Mest hefur veiðst á flugu á síðastliðnum árum og mjög gaman að nota þurrflugu þegar aðstæður leyfa.
Upprennandi veiðimaður við Hólaá
Hólaá er með betri silungsveiðiám á Suðvesturlandi, rétt við Laugarvatn. Veiðin er búin að vera upp og ofan og dyntótt á milli daga en það er hellingur af fiski í