Eyjafjarðará dottin í gang

Ekki leit út fyrir að hægt væri að koma agni ofan í Eyjafjarðará fyrir rúmri viku síðan en eftir góðan hlýindakafla er staðan orðinn önnur. Veiðimenn eru byrjaðir að festa í fiskum og nú í morgun fékk Benjamín Þorri Bergsson fallegan 67 cm sjóbirting á svæði 3. “Birtingurinn gein við hinni gullfallegu flugu Squirmy Worm #10”.

Einnig kom 81 cm sjóbirtingur af sama svæði en það var hann Ívar Rúnarsson sem fékk hann um helgina. Einungis tveir fiskar hafa verið færðir til bóka en vonandi mun það breytast á næstu dögum.

Ívar Rúnarsson með þann stóra úr Eyjafjarðará

Það hefur vakið furðu manna hversu vel haldinn fiskurinn er í vorveiðinni í Eyjafjarðará, sumir jafnvel taldir “spikfeitir”. Hver skildi vera ástæðan? Á þessum tíma er öllum fiski sleppt og veiðimönnum því ekki gefinn sá kostur að skoða magainnihald.

Enn er til töluvert af leyfum í vorveiðina – Eyjafjarðará veiðileyfi

Ljósmynd – Benjamín Þorri með 67 cm sjóbirting af svæði 3 í Eyjafjarðará

Eyjafjarðará – Sjóbleikja og Sjóbirtingur

Eyjafjarðará