Veiðisvæðið Iða er kennt við samnefndan bæ á vinstri bakka árinnar. Það nær frá ármótunum þar sem Stóra – og Litla Laxá sameinast Hvítá og niður að brúnni yfir ána. Þarna liggur laxinn í skilum bergvatnsins og jökulvatnsins og er þetta einn þekktasti stórlaxastaður landsins. Svæðið hefur skilað um 700 löxum á góðu sumri á þrjár stangir og geta bestu dagarnir verið hreint ótrúlegir. Stærsti lax sem veiðst hefur á stöng á Iðu vóg 38,5 pund og er aðeins vitað um einn stærri lax sem veiðst hefur á stöng á Íslandi.
Flottur maríulax á land
„Við fjölskyldan höfum lengi leitað að veiðistað með góðu aðgengi fyrir alla í hópnum,“ sagði Stefán Gunnlaugsson og bætti við; “nýverið bauðst okkur dagur í Iðu og þar gátum við öll verið