Flottur maríulax á land

„Við fjölskyldan höfum lengi leitað að veiðistað með góðu aðgengi fyrir alla í hópnum,“ sagði Stefán Gunnlaugsson og bætti við; “nýverið bauðst okkur dagur í Iðu og þar gátum við öll verið saman við veiðar.  Það var bjartur og fallegur júlí morgun sem tók á móti okkur við ána. Við urðum hins vegar ekki vör allan morguninn og framan af degi. Hermann Ingi, sonur okkar, sem er í hjólastól, kom til okkar seinnipartinn. Þá skyndilega fór lax að stökkva um alla á og meðan hann var hjá okkur lönduðum við þremur löxum. Þar á meðal var einn maríulax sem Þorkell Fannar Stefánsson, 15 ára sonur okkar, veiddi. Laxinn tók þyngdan sunray shadow og við tók heilmikill viðureign að landa fisknum þar sem einbeitingin skein úr augum og hver taug var þanin. Á land kom silfraður og nýgenginn 65 cm hængur.

Það var heldur betur ánægður ungur maður sem hélt heim um kvöldið. Fallegur veiðistaður, góður dagur og eftirminnileg fjölskyldusamvera,” sagði Stefán enn fremur.

Feðgarnir Stefán Már Gunnlaugsson og Þorkell Fannar Stefánsson með maríulaxinn.

Veiðar · Lesa meira

Hvítá – Iða