Hvítá – Iða

Suðurland
Eigandi myndar: is.nat.is
Calendar

Veiðitímabil

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

1 fiskur á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði

Tegundir

Lax

Veiðin

Veiðisvæðið Iða er kennt við samnefndan bæ á vinstri bakka árinnar. Það nær frá ármótunum þar sem Stóra – og Litla Laxá sameinast Hvítá og niður að brúnni yfir ána. Þarna liggur laxinn í skilum bergvatnsins og jökulvatnsins og er þetta einn þekktasti stórlaxastaður landsins. Svæðið hefur skilað um 700 löxum á góðu sumri á þrjár stangir og geta bestu dagarnir verið hreint ótrúlegir. Stærsti lax sem veiðst hefur á stöng á Iðu vóg 38,5 pund og er aðeins vitað um einn stærri lax sem veiðst hefur á stöng á Íslandi. 

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Gott veiðihús er við ána

Veiðireglur

Einungis er heimilt að taka einn lax undir 70 cm

Kort og leiðarlýsingar

Veiðsvæðið nær frá ármótunum þar sem Stóra – og Litla Laxá sameinast Hvítá og niður að brúnni yfir ána

Veiðileyfi og upplýsingar

Veiðileyfi eru eftirsótt og torfengin. Landeigendur og sumarhúsaeigendur ráðstafa þeim, nema hvað Veiðifélag Árnesinga ráðstafar sjálft öllum leyfum dagana 10. til 20. ágúst.

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Suðurland

Fréttir af veiði Hvítá – Iða

Shopping Basket