Austurey er skemmtilegt silungsveiðisvæði í Hólaá í Árnessýslu. Eingöngu má veiða sunnan megin við ána eða þeim megin sem bærinn Austurey stendur. Ekki má vaða yfir á hinn bakkan sem tilheyrir Laugardalshólum. Þarna er hvortveggja hægt að krækja í bleikju og urriða. Mest hefur veiðst á flugu á síðastliðnum árum og mjög gaman að nota þurrflugu þegar aðstæður leyfa.
Hólaá – Austurey
Veiðin fór vel af stað á þessu skemmtilega svæði í Hólaá. Alls komu þar 12 fiskar á land opnunardaginn en þar var hann Kjartan á meðal veiðimanna. Svæðið er sennilega