„Við erum búinn að eiga bústað við vatnið í mörg ár og við höfum aldrei séð urriðan svona illa haldinn, hann er eins og niðurgöngulax, virðist hafa lítið æti,“ sagði veiðimaður og sumarbústaðaeigendi við vatnið, sem veiðir mikið í vatninu og hefur fengið þá marga væna i gegnum tíðina.
„Við höfum fengið innan við tíu fiska núna síðan veiðin byrjaði á þessu sumri og flestir eru bara slápar, einn var sæmilegur. Murtan hrundi í vatninu og það sama er vonandi ekki að gerast með urriðann. Það er vonandi ekki,“ sagði veiðimaðurinn ennfremur.
Fleiri hafa tekið undir þetta með urriðann í Þingvallavatni og margir hafa áhyggjur af stöðunni. Murtan hvarf á nokkrum árum en á tímabili voru veidd mörg tonn af fiski á hverju ári og ORA seldi herlegheitin. En það leið undir lok.
„Mér fannst fiskurinn mjór og illa haldinn í vatninu um daginn, ekki séð hann svona áður hérna,“ sagði veiðimaður sem var við veiðar í Þingvallavatni og fleiri hafa tekið undir það.
Urriði í Þingvallavatni
Veiðar · Lesa meira