„Við vorum að koma úr opunarhollinu í Fremri Laxá á Ásum og fengum 93 urriða, en þetta er þriðja skiptið sem við opnum ána og þetta er besta veiðin hjá okkur síðan við byrjuðum þarna,“ sagði Hrönn Jónsdóttir í samtali.
„Við fengum haglél, rigningu, mikið rok og svo smá sól á köflum, já allar tegundir af veðri. Við erum sex vinkonur sem höfum allar verið að vinna á einhverjum tímapunkti í Kjarrá í Borgarfirði og þannig fengum við áhuga á veiði. Síðan erum við svo heppnar að hafa Gríma superguide sem hefur verið að gæda í 30 ár með okkur, við köllum okkur Veiði pöddurnar. Sjálf er ég eina sem ennþá er að vinna í Kjarrá og hef verið þarna síðan 2016. Við ætlum að halda okkur við opnun Fremri Laxár,, sagði Hrönn Jónsdóttir ennfremur.
Veiðar · Lesa meira