Laxveiðitímabilið hófst í morgun klukkan átta og fyrsti laxinn kom fljótlega á land að þessu sinni í Þjórsá, nánar tiltekið við Urriðafoss. Hinn snalli veiðimaður Stefán Sigurðsson var þar á ferð ásamt fjölskyldu og vinum og landaði hann 70 cm hrygnu á stað sem nefnist Lækjarlátur. Von er á góðri veiði við Urriðafossa í dag og segjum við fréttir af því síðar hér á veidar.is.
Stefán Sigurðsson með fyrsta lax sumarsins við Urriðafoss
Veiðar · Lesa meira