Silungasvæðið í Ytri-Rangá er um 30 km langt, gríðar mikið svæði, og því töluverð áskorun fyrir veiðimenn. Áin er stór og mikil og veitt er frá báðum bökkum. Margir lækir renna í Ytri Rangá á silungasvæðinu, til að mynda Galtalækur og Geldingalækur. Ytri Rangá urriðasvæði byrjar ofan Árbæjarfoss og nær upp fyrir Galtalækjarskóg. Urriðinn á þessu svæði getur orðið ógnarstór og þeim sem best gengur fara alsælir heim.
Bolta urriðar á Urriðasvæðinu
Matthías Stefánsson gerði góða ferð á Urriðasvæðið í Ytri Rangá í gær og landaði þessum svaka urriðum. Haustveiðin getur verið skemmtileg á Urriðasvæðinu en þá er einnig góð von á