Geirlandsá er án vafa ein af bestu sjóbirtingsám landsins. Veiðivon er fyrst og fremst mjög vænn sjóbirtingur með þó nokkurri laxveiði og bleikjuvon. Áin er 22 km löng bergvatnsá og á upptök sín í Geirlandsárbotnum sem er í 500-600 m hæð yfir sjávarmáli upp á vesturhálendi Kaldbaks. Fyrir neðan Hagafoss rennur áin í hrikalega fögrum gljúfrum sem breikka svo er neðar dregur en þar rennur áin í sveig um gljúfurbotninn og að lokum um flatlendi á malarbotni og söndum.
Fish Partner komin með Geirlandsá
Það hefur legið í loftinu í allt haust að Fish Partner sé að taka Geirlandsá á leigu en þá eru þeir komnir með flestar sjóbirtingsár á svæðinu; Tungufljót, Vatnamótin, Fossálana